Blikar byrja af krafti │ Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu KA sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 17:15 Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir. Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs. Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs.
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira