Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 17:50 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira