Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Konur fá að ganga í sádiarabíska herinn á næstunni. Þær fá að keyra bifreið frá og með júní, en um þær fyrirætlanir var tilkynnt í fyrra Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41
Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30