Berglind Björg: Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sýnir tilfinningarnar í landsleik eftir að eitt gott færi fór forgörðum. Vísir/Anton Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa fengið hótanir frá ítalska félaginu Verona eftir að hún og Arna Sif Ásgrímsdóttir neituðu að snúa aftur til Ítalíu eftir jólafrí þar sem liðið stóð ekki við samninga. Berglind Björg og Arna Sif eru nú báðar lausar allra mála og ætla báðar að spila í Pepsi-deildinni 2018, Berglind með Breiðabliki en Arna með Þór/KA. Umboðsmaður þeirra beggja hafi ráðlagt þeim að fara heim til Íslands í jólafríinu og taka allar eigur sínar með. Hann ætlaði síðan hjálpa þeim að rifta samningnum þaðan. „Það gekk ekkert sérstaklega vel. Við fengum hótunarbréf eftir að við reyndum að rifta. Við svöruðum því ekki og þá fengum við annað hótunarbréf sem var verra en það fyrra. Þeir ætluðu ekki að taka þetta í mál, sögðu að við værum ekki professional og það yrðu afleiðingar,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við RÚV. Þjálfari Verona hótaði þeim í ítölskum fjölmiðlum og þær Berglind Björg og Arna Sif áttu að fá að finna fyrir þessu. Þeim var eðlilega ekki skemmt en þær gerðu sér enga grein fyrir hversu langt félagið myndi ganga með þessar hótanir. „Er ítalska mafían að fara koma til Íslands og slátra okkur," sagði Berglind í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Verona samþykkti loksins að leyfa þeim að fara en þær þurfa báðar að sjá eftir peningum sem ítalska félagið skuldaði þeim. „Ef við förum ekki fram á allan þann pening sem þeir skulda okkur þá ætla þeir að leyfa okkur að fara. Við samþykktum það því okkur er alveg sama um þennan pening og vildum fara. Það gekk allt upp og núna erum við bara að bíða eftir félagaskiptunum sem eiga vonandi að koma í gegn í næstu viku,“ sagði Berglind Björg sem er nú komin til móts við íslenska landsliðið í Algarve í Portúgal. „Við reynum bara að hlægja að þessu og við reyndum að gera það úti líka. Þetta var mjög erfitt á tímabili en svo vorum við bara; Við verðum að hlægja að þessu, annars gengur þetta ekkert upp,“ sagði Berglind Björg í viðtalinu við RÚV en það má finna það allt hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira