Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Philippe Coutinho fagnar markinu sem hann lagði upp fyrir Luis Suarez. Vísir/Getty Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira