Farsælt samspil stjórnar og framkvæmdastjóra Hulda Ragnheiður Árnadóttir og skrifa 28. febrúar 2018 07:00 Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill fengur að stjórnarmönnum sem taka hlutverk sitt alvarlega og axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Hafa þarf í huga að það er hlutverk stjórnar að marka stefnu fyrirtækisins og ákveða áhættuvilja en framkvæmdastjórinn framkvæmir stefnu stjórnar. Í reynd verða stjórnin og framkvæmdastjórinn að móta stefnuna saman og vera samstíga um framkvæmdina. Stjórnarmenn sem vilja móta markvissa stefnu og fylgja henni eftir á stjórnarfundum eru að sinna hlutverki sínu vel. Þeir sem spyrja spurninga um reksturinn eru líklegri til að skilja um hvað hann snýst og stuðla að betur ígrundaðri ákvörðunartöku. Góð yfirsýn og skýr framkvæmd eru augljósir kostir í fari framkvæmdastjóra. Það er þó þannig að oft sjá þeir sem standa næst verkefnunum ekki „skóginn fyrir trjánum“ og þeim getur auðveldlega yfirsést mikilvægir þættir í rekstrinum. Þá er mikið öryggi í því að hafa öfluga stjórn sem veigrar sér ekki við að spyrja nauðsynlegra spurninga. Stjórnarmenn þurfa að vita hvaða áherslur eiga að vera í forgrunni í fyrirtækinu og bera ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Stjórnarmenn sem hafa skoðun á gæðum gagna og framsetningu eru líklegri til þess að stuðla að framförum í stjórnarháttum. Framsetning, birting og skjölun stjórnargagna leikur lykilhlutverk í stjórnarstarfinu og endurspeglar iðulega gæði þess. Mikilvægt er að hafa í huga að spurningar stjórnarmanna lýsa ábyrgri stjórnun en ekki vantrausti á framkvæmdastjórann. Stjórnarmaður þarf að spyrja spurninga til að fá vissu fyrir að starfsemin sé eins og hún á að vera. Stjórnarmaður sinnir starfi sínu af kostgæfni ef hann tryggir að stefnu, lögum og reglum sé fylgt, að áhættustýring sé fagleg og vel skipulögð og upplýsingagjöf sé gegnsæ og skýr. Áður en stjórnarmaður tekur endanlega afstöðu til málefna er það á hans ábyrgð að tryggja að hann sé nægilega upplýstur. Til að svo sé getur stjórnin þurft að leita utanaðkomandi ráðgjafar. Við skulum því fagna öllum spurningunum sem fram koma því þær eru vísbending um að stjórnarmaðurinn geri það sem í hans valdi stendur til að starfa í anda góðra stjórnarhátta.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun