Ávöxtun olíusjóðsins 13,7 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri olíusjóðsins Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, skilaði 13,7 prósenta ávöxtun á síðasta ári. Jafngildir það um 131 milljarði dala eða sem nemur tæplega 13.200 milljörðum króna. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári er sú þriðja mesta á einu ári frá stofnun hans árið 1990. Afkoman skýrist einkum af góðri ávöxtun hlutabréfa sjóðsins en hún nam 19,4 prósentum í fyrra. Fasteignir í eigu sjóðsins skiluðu 7,5 prósenta ávöxtun en skuldabréf aðeins 3,3 prósenta ávöxtun. Í frétt Financial Times segir að það hafi einkum verið hlutabréf í tæknifyrirtækjum, svo sem Apple, Tencent og Microsoft, sem hafi stuðlað að ríkulegri ávöxtun olíusjóðsins. Sjóðurinn hefur vaxið leifturhratt frá stofnun og á að meðaltali um 1,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. Yngve Slyngstad, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði fjárfestum á fundi fyrr í vikunni að þeir mættu búast við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins á næstu árum, enda væri sjóðurinn berskjaldaður gagnvart sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira