Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk. Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. Fulltrúi Vinstri grænna segir að um skýrt brot á alþjóðasáttmálum sé að ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var gestur utanríkismálanefndar Alþingis í morgun þar sem lög og alþjóðasamningar um vopnaflutninga voru rædd.Áslaug Arna formaður utanríkismálanefndarvisir/stefán„Við áttum góðan fund í dag, upplýsingafund, með meðal annars samgönguráðherra sem greindi frá því að hann væri byrjaður að breyta verklagi en ætlaði einnig að herða verklagið og breyta reglugerð í samræmi við það sem hefur komið fram,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar íslenska flugfélagsins Air Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu. Samkvæmt íslenskum lögum verða íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda en umsókn félagsins var hafnað í gær.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í tíu fréttum RÚV í gærkvöldi að fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nái til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Hún sagðist þó ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd og fyrsti varaformaður nefndarinnar segir ljóst að um sé að ræða brot á alþjóðasáttmálum. „Það er ljóst að þegar eru veittar heimildir af íslenskum stjórnvöldum til íslenskra fyrirtækja um að flytja vopn til svæða þar sem ríkir grafalvarlegt stríðsástand þá er það brot á alþjóðasáttmálum,“ segir Rósa Björk.
Alþingi Tengdar fréttir Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28