Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:00 Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti