Haukar halda sigurgöngunni áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira