Lagabreytingatillögum frestað til næsta ársþings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:00 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira
Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira