Sýndi tveimur föstum Kínverjum sveitina og gaf þeim síðan í nefið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Ferðamennirnir tveir, sáttir við matarborðið. Viðar Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira