Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Guðmundur D. Haraldsson skrifar 13. febrúar 2018 04:54 Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Tengdar fréttir Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hefur mikið verið til umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum landsins. Umræðan hefur að velflestu leyti verið jákvæð, enda er um að ræða hugmynd sem rímar vel við áherslur 21. aldarinnar um lífsgæði, fjölskyldulíf, merkingarbær áhugamál og önnur góð gildi.Sérhagsmunasamtökin Samtök atvinnulífsins eru hins vegar ekki hrifin. Frá höfuðstöðvum þeirra heyrast nú þau harmakvein, að skemmri vinnuvika til handa vinnandi fólki í landinu, muni valda gríðarlegum kostnaðarauka fyrir atvinnulífið eins og það er orðað. Launakostnaðurinn á víst að hækka um 25 prósent, án þess þó að talan sé rökstudd. Þetta tal er svo sem í takt við það sem samtökin hafa sagt áður, að lögin frá 1971 um 40 stunda vinnuviku, hafi verið upphaf óðaverðbólgu á Íslandi – aftur fylgir enginn rökstuðningur, svo sem um hvernig fækkun lögbundinna vinnustunda ætti að koma af stað óðaverðbólgu. En það þarf ekki að leita mjög langt til að fá skýringar á verðbólgunni, því á vegum Seðlabanka Íslands hefur verið fjallað um þetta skeið, og niðurstaðan var sú að verðbólguskeiðið byrjaði vegna hruns fiskistofna árin 1968–1969 (síldin hvarf), en í kjölfarið hrundi gjaldmiðillinn (vegna þess að útflutningur hrundi, verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfarið) – hagkerfið í heild sinni fylgdi með. Hvergi er minnst á styttingu vinnuvikunnar í greiningu Seðlabankans.Kjarasamningar, stéttarfélög og yfirvinna Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að þau séu fylgjandi tilraunum um skemmri vinnuviku, en að þeim hafi gengið illa að fá það í gegn hjá stéttarfélögum í landinu að gera tilraunir með vinnutíma, vegna þess að þau hafi neitunarvald um hvernig að framkvæmdinni sé staðið. Aftur fylgir enginn rökstuðningur, gögn eða nokkrar skýringar. Það mætti raunar halda að samtökin vilji ekkert gera í praxís, af því að það þarf að spyrja einhvern annan en þau sjálf álits á framkvæmdinni. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins halda því líka fram að hvergi sé umsaminn vinnutími skemmri í Evrópu, en á Íslandi og í Frakklandi. Þau vitna svo í myndrit sem þau settu saman til rökstuðnings, en í myndritinu er vísað til útreikninga Samtaka atvinnulífsins þar um hvað Ísland varðar. Væri hægt að fá að sjá aðferðafræðina sem liggur að baki? Þá segja samtökin líka að yfirvinna sé helsta vandamálið á Íslandi. Þau vilja draga úr yfirvinnu, frekar en að stytta dagvinnutímann. Þá er nefnt að þau vilji gjarnan hækka grunnlaunin til að gera þetta kleift – en eins og við munum öll, vonandi, þá heyrast ekkert nema harmakvein og grátstafir kverka frá Samtökum atvinnulífsins, þegar á að hækka laun: Það gæti nefninlega skollið á óðaverðbólga, segja þau. Kannast einhver við þetta?Raunveruleikinn og vegurinn áfram Raunin er þó sú, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) sýna, svo ekki sé um villst, að á Íslandi er mjög mikið unnið. Myndin sýnir stöðu Íslands meðal nokkurra landa Evrópu. Það skal tekið fram, að gögn Efnahags- og samvinnustofnunarinnar um vinnustundir byggja á raunupplýsingum, sem er safnað frá hagstofum víða um heim, og þau snúa að því hve mikið er unnið í raun og veru – ekki hvað kjarasamningar segja.Fulltrúar Samtakanna hafa líka látið í það skína að þjónusta opinberra stofnana muni versna við styttingu vinnuvikunnar, sem gengur þvert á þær niðurstöður sem hafa komið í ljós í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB: Engin mælanleg skerðing varð á þjónustunni sem veitt var, þar sem tilraunin var innleidd – skýrslur Reykjavíkurborgar sýna þetta, svart á hvítu. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og BSRB vísar veginn fyrir samfélagið okkar: Stytting vinnudagsins er ekki ómögulegt verk, það þarf bara að vanda til verka og skipuleggja verkið vel. Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni, heldur höldum áfram, ótrauð: Styttum vinnuvikuna, lifum betra lífi, fjölskyldum okkar og vinum til heilla.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði
Segir launakostnað hækka um fjórðung ef vinnuvikan verður stytt „með einu pennastriki“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir sjálfsagt að vinnuveitendur prófi sig áfram en segir miðstýrðar aðferðir við að stytta vinnuvikuna ekki eiga við. 12. febrúar 2018 10:45
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun