Þrenna Mane gerði út um Porto │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 21:30 Sadio Mane skoraði þrennu í stórsigri Liverpool á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Mane kom gestunum frá Englandi yfir á 25. mínútu og Egyptinn Mohamed Salah var búinn að tvöfalda forystuna fjórum mínútum seinna. Liverpool fór með 0-2 forystu inn í hálfleikinn og var komið í frábæra stöðu fyrir seinni leikinn. Staðan fór þó bara batnandi í seinni hálfleik. Mane skoraði sitt annað mark og þriðja mark Liverpool á 53. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Önnur skyndisókn leiddi til marks Roberto Firmino og Mane gerði út um allar vonir Porto með því að fullkomna þrennuna á 85. mínútu með glæsilegu skoti utan af velli. James Milner, sem lagði upp mark Firmino, er stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 6 stoðsendingar. Næstir koma Kevin de Bruyne og Neymar með fjórar hvor. Porto getur því allt eins sleppt því að mæta á Anfield í seinni leikinn, það þarf kraftaverk til að portúgalska liðið komist áfram úr þessu einvígi. Meistaradeild Evrópu
Sadio Mane skoraði þrennu í stórsigri Liverpool á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Mane kom gestunum frá Englandi yfir á 25. mínútu og Egyptinn Mohamed Salah var búinn að tvöfalda forystuna fjórum mínútum seinna. Liverpool fór með 0-2 forystu inn í hálfleikinn og var komið í frábæra stöðu fyrir seinni leikinn. Staðan fór þó bara batnandi í seinni hálfleik. Mane skoraði sitt annað mark og þriðja mark Liverpool á 53. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Önnur skyndisókn leiddi til marks Roberto Firmino og Mane gerði út um allar vonir Porto með því að fullkomna þrennuna á 85. mínútu með glæsilegu skoti utan af velli. James Milner, sem lagði upp mark Firmino, er stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 6 stoðsendingar. Næstir koma Kevin de Bruyne og Neymar með fjórar hvor. Porto getur því allt eins sleppt því að mæta á Anfield í seinni leikinn, það þarf kraftaverk til að portúgalska liðið komist áfram úr þessu einvígi.