Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 19:31 Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka. Arion banki Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann. Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann.
Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent