Hver ber ábyrgðina? Sirrý Hallgríms skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi er grundvallaratriði fyrir allt nám. Ef börn eiga að ná árangri á öðrum sviðum menntunar er nauðsynlegt að þau hafi náð góðum árangri í lestri og lesskilningi, um þennan þátt er ekki deilt. Alþjóðlegar mælingar sýna að lesskilningur barna á Íslandi fer versnandi. Ég held að flestir hljóti að vera sammála um að áframhaldandi þróun í þessa átt sé ekki bara ávísun á efnahagsleg vandræði heldur er þessi þróun líka ógn við lýðræðið. Hvernig eiga einstaklingar með slæman lesskilning að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kjósa til Alþingis eða taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem dæmi? Þess vegna hefur áhersla á lestur í grunnskólum sjaldan verið mikilvægari. Um síðustu aldamót þróaði Háskólinn á Akureyri nýja lestrarkennsluaðferð sem kallast byrjendalæsi. Þessi nýja aðferð við lestrarkennslu var innleidd í um helming allra grunnskóla á landinu og um helming grunnskóla í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun. Það hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum að þessi ákvörðun er verulega umdeild. Vitanlega er erfitt að mæla svona hluti en sterkar vísbendingar eru um það að hin nýja aðferð sé ekki að skila betri árangri en sú sem áður var notuð, jafnvel að árangur hafi versnað þar sem aðferðin hefur verið tekin upp. Það er risastór ákvörðun að breyta aðferð við lestrarkennslu, enda hefur það verulega áhrif á samfélagið okkar. Því verður að taka slíka ákvörðun að vel athuguðu máli á grundvelli prófana og ítarlegra rannsókna. Því verður vart trúað að slík ákvörðun hafi verið tekin hér í Reykjavík, án þess að fyrir lægju haldgóðar röksemdir og mælingar um að þessi aðferð væri að minnsta kosti jafn góð ef ekki betri en sú gamla. Spurningin er því þessi: Þegar þessi ákvörðun var tekin hvaða gögn, mælingar og rannsóknir lágu fyrir? Þegar Menntamálastofnun upplýsti foreldra og starfsmenn grunnskólanna um að ýmislegt benti til að aðferðin skilaði verri árangri, hvernig var brugðist við þeim upplýsingum af hálfu borgarinnar? PISA-prófin eru ekki mælikvarði á gæði skólastarfs og það er mjög varhugavert að fullyrða um skólastarfið almennt út frá PISA-rannsóknum en PISA mælir lesskilning sem er einn af grundvallarþáttunum í menntun barnanna okkar og þess vegna eigum við að taka niðurstöðurnar alvarlega. Lestrarvandinn snýr samkvæmt mælingum fyrst og fremst að strákum. Um 30% drengja og um 14% stúlkna eiga í erfiðleikum með að ná tökum á læsi. Í ljósi þess að byrjendalæsi hefur verið innleitt í um helming skóla í Reykjavík þá rís sú spurning hvort það hafi verið kannað sérstaklega hvort byrjendalæsisaðferðin henti strákum. Niðurstaðan úr nýjustu PISA-könnuninni er nánast sú sama í læsinu og var í PISA 2012. Í raun liggur fyrir að lesskilningi barna hafi hrakað jafnt og þétt frá árinu 2000. Það er því ótrúlegt að loksins núna, rétt fyrir kosningar, glitti í einhvers konar stefnu í menntamálum í Reykjavík. Ég vil leggja til að í þeirri stefnu verði ákvæði um að ekki verði teknar ákvarðanir um breytingar á kennsluháttum fyrir stóran hluta af skólakerfi borgarinnar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem bendi til þess að þær breytingar skili árangri. Við skuldum börnunum það.Höfundur er ráðgjafi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun