Voru mest 127 sætum á eftir Englandi á FIFA-listanum en nú munar bara 2 sætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Eins og þegar Ragnar Sigurðsson elti uppi Jamie Vardy í leiknum í Nice þá hefur íslenska landsliðið elti uppi það enska á FIFA-listanum. Vísir/Getty Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira