Ekkert smámál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar