Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:27 Róbert Wessman. Vísir/Ernir Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon
Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira