Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/stefán Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00