Loksins, loksins Hörður Ægisson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kyrrstaðan á bankamarkaði er að rofna. Rúmlega tuttugu verðbréfasjóðir, ásamt tveimur núverandi erlendum hluthöfum, hafa keypt yfir fimm prósenta hlut í Arion banka og þá er ríkið að losa um þrettán prósenta hlut sinn í bankanum. Alþjóðlegt útboð og tvíhliða skráning er handan við hornið sem mun marka fyrsta skrefið að því að koma á æskilegra eignarhaldi á íslenskt bankakerfi en verið hefur um alltof langt skeið. Lífeyrissjóðirnir ákváðu hins vegar ekki að fjárfesta í bankanum á þessu stigi. Fyrir Kaupþing, stærsta eiganda Arion banka, voru það án efa vonbrigði, en líklega fyrirsjáanleg. Skýringar lífeyrissjóðanna á afstöðu sinni hafa verið margs konar. Sumar réttmætar, en aðrar gefa það til kynna að ákvörðunin hafi grundvallast á öðrum sjónarmiðum en viðskiptalegum. Ákvörðun Kaupþings um að nýta sér kauprétt að hlut ríkisins í Arion banka þarf ekki að koma á óvart. Það er enda fremur til þess fallið að ýta undir áhuga erlendra fjárfesta á þátttöku í útboðinu að ríkið sé þar ekki fyrir í hluthafahópnum. Ákvæði kaupréttarins, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá 2009, er afar skýrt en Kaupþing getur einhliða, hvenær sem er, leyst til sín hlutinn á fyrirfram ákveðnu verði. Kaupþing greiðir nú 23,4 milljarða fyrir eignarhlutinn en ríkið eignaðist hann samhliða því að leggja bankanum til 9,8 milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun hans í árslok 2009. Ríkissjóður hefur því fengið um ellefu prósenta árlega ávöxtun á eign sína og getur vel við unað. Hið sama verður ekki sagt um Kaupþing sem lagði til 66 milljarða þegar félagið gerðist eigandi að bankanum á sínum tíma með 87 prósenta hlut. Fyrir liggur að kröfuhafar þess hafa stórtapað á þeirri fjárfestingu og munu einungis endurheimta í kringum 40 milljarða eftir að búið verður að ganga frá sölu á öllum hlut félagsins í bankanum. Sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar þurftu að undirgangast er það íslenska ríkið sem fær langstærstan hluta söluandvirðis hlutarins í sinn hlut, líklega samtals rétt yfir 100 milljarða. Þótt ríkið sé nú farið úr hluthafahóp bankans þá hefur það því eftir sem áður ríka hagsmuni af að vel takist til við sölu á þeim hlut Kaupþings sem eftir stendur. Aðkoma ríkisins að fjármögnun bankanna 2009 kom til af nauðsyn. Öll þau ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi hefur því verið þveröfugt farið. Umsvif ríkisins á bankamarkaði hafa þvert á móti aukist. Það er því fagnaðarefni að nú loksins, í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sé verið að draga úr eignarhaldinu. Eigi bankarnir að standa af sér þá byltingu sem er að verða á fjármálaþjónustu, með uppgangi fjártæknifyrirtækja og aukinni samkeppni, þarf virka eigendur að þeim, rétt eins og nú er að gerast með Arion banka, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að bæta. Ríkið hefur þar engu hlutverki að gegna heldur er salan á hlut þess í bankanum upphafið að lokahnykknum í endurreisn fjármálakerfisins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun