Batsman er þegar búinn að setja met hjá Dortmund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 22:30 Michy Batshuayi hefur slegið í gegn hjá Dortmund. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira