Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:29 Lilja og Oddný voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“ Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira
Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“
Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21