Öll eggin Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun