Allir steinarnir í krullukeppni ÓL koma frá einni lítilli eyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 23:00 Rússinn Anastasia Bryzgalova með krullustein frá Ailsa Craig. Vísir/EPA Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira