Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 13:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15