Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2018 15:09 Grímur Grímsson segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna rannsóknar málsins. Vísir Dómsmálaráðuneyti Íslands hefur sent yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá þessu í samtali við Vísi en rætt var við hann um málið á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að íslensk lögregluyfirvöld hefðu leitað eftir samstarfi við spænsk yfirvöld vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Þar kom fram að lögmaður Sunnu Elvíru hefði spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins kom fram að þeirri málaleitan hefði verið vísað til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu. Beiðnin send vegna „Skáksambandsmálsins“ Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að dómsmálaráðuneytið hefði sent þessa formlegu réttarbeiðni, sem er byggð á grundvelli samninga sem báðar þjóðir eiga aðild að, til yfirvalda á Spáni í síðustu viku. Er hún send vegna rannsóknar á málinu sem nefnt hefur verið „Skáksambandsmálið“, en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli.Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga.Vísir/EgillSunnu Elvíru hefur verið haldið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins á Spáni en Grímur segir þessa réttarbeiðni ekki beint varða það að fá þessu farbanni aflétt. „Heldur er það augljós afleiðing af því að ef málið verður rannsakað á Íslandi þá verði ekki ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni,“ segir Grímur. Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Hann segir það blasa við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann segir það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum.“ Hann segir ómögulegt að segja til um hvort spænsk yfirvöld verði við þessari beiðni og þá hvenær. „Við stjórnum ekki ferðinni í þessu.“Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli hér á landi.Vísir/EgillReglan á Íslandi að tilkynna grunuðum sem fyrst um stöðu þeirraFréttastofa Stöðvar 2 fullyrti í síðustu viku að Sunna Elvíra væru grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og væri þess vegna í ótímabundnu farbanni. Þegar það var borið undir Sunnu Elvíru af fréttastofu Stöðvar 2 svaraði Sunna því að hún hefði ekki fengið tilkynnta hvaða stöðu hún hefur í þessu máli og neitaði allri vitneskju um það. Grímur segir í samtali við Vísi að hann geti aðeins tjáð sig um hvernig lögreglan á Íslandi starfar og þar sé reglan sú að ef viðkomandi sé grunaður um eitthvað þá á hann rétt á að vita það eins fljótt og mögulegt er, líkt og lög um meðferð sakamála kveða um. „En ég þekki ekki réttarfar á Spáni til að geta sagt til um þessar aðstæður.“Eiginmaðurinn handtekinn við komuna til landsins Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands í lok janúar. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.vísir/egillSagðist enga aðild hafa að málinu Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Íslands hefur sent yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá þessu í samtali við Vísi en rætt var við hann um málið á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að íslensk lögregluyfirvöld hefðu leitað eftir samstarfi við spænsk yfirvöld vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Þar kom fram að lögmaður Sunnu Elvíru hefði spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins kom fram að þeirri málaleitan hefði verið vísað til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu. Beiðnin send vegna „Skáksambandsmálsins“ Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að dómsmálaráðuneytið hefði sent þessa formlegu réttarbeiðni, sem er byggð á grundvelli samninga sem báðar þjóðir eiga aðild að, til yfirvalda á Spáni í síðustu viku. Er hún send vegna rannsóknar á málinu sem nefnt hefur verið „Skáksambandsmálið“, en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli.Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga.Vísir/EgillSunnu Elvíru hefur verið haldið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins á Spáni en Grímur segir þessa réttarbeiðni ekki beint varða það að fá þessu farbanni aflétt. „Heldur er það augljós afleiðing af því að ef málið verður rannsakað á Íslandi þá verði ekki ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni,“ segir Grímur. Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Hann segir það blasa við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann segir það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum.“ Hann segir ómögulegt að segja til um hvort spænsk yfirvöld verði við þessari beiðni og þá hvenær. „Við stjórnum ekki ferðinni í þessu.“Mál Sunnu hefur vakið mikla athygli hér á landi.Vísir/EgillReglan á Íslandi að tilkynna grunuðum sem fyrst um stöðu þeirraFréttastofa Stöðvar 2 fullyrti í síðustu viku að Sunna Elvíra væru grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og væri þess vegna í ótímabundnu farbanni. Þegar það var borið undir Sunnu Elvíru af fréttastofu Stöðvar 2 svaraði Sunna því að hún hefði ekki fengið tilkynnta hvaða stöðu hún hefur í þessu máli og neitaði allri vitneskju um það. Grímur segir í samtali við Vísi að hann geti aðeins tjáð sig um hvernig lögreglan á Íslandi starfar og þar sé reglan sú að ef viðkomandi sé grunaður um eitthvað þá á hann rétt á að vita það eins fljótt og mögulegt er, líkt og lög um meðferð sakamála kveða um. „En ég þekki ekki réttarfar á Spáni til að geta sagt til um þessar aðstæður.“Eiginmaðurinn handtekinn við komuna til landsins Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands í lok janúar. Sigurður var handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.vísir/egillSagðist enga aðild hafa að málinu Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00
Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að Sunna Elvira dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. 16. febrúar 2018 20:00