Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun