Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun