Ekkert bakslag í þessa baráttu Hanna Katrín Friðriksson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar