Áhugastjörnufræðingur fann týnt gervitungl Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 13:44 IMAGE-geimfarið sendi meðal annars myndir af miklum sólstormi til jarðar árið 2000. NASA IMAGE-gervitunglið sem bandaríska geimvísindastofnunina NASA missti samband við fyrir tólf árum er komið í leitirnar þökk sé áhugastjörnufræðingi í Kanada. Svo virðist sem að hluti af stýrikerfi geimfarsins sé enn í gangi. Scott Tilley, áhugastjörnufræðingur í Kanada, var að leita að ummerkjum um leynilegan leiðangur á vegum SpaceX-geimferðafyrirtækisins sem mistókst í janúar þegar hann rakst á merki frá óþekktu gervitungli. Tilley komst að því að merkið kæmi frá NASA-geimfari og leiddi líkum að því að þar væri IMAGE-geimfarið á ferðinni. Starfsmenn NASA könnuðu málið í kjölfarið og beindu neti útvarpssjónauka sinna að uppsprettu merkisins. Fundur geimfarsins var staðfestur í kjölfarið, að því er segir í frétt CNN. Ekki var nóg með það heldur kom í ljós að hluti af aðalstýrikerfinu var enn virkur. IMAGE var skotið á loft í mars árið 2000 með það að markmiði að rannsaka segulsvið jarðarinnar. Leiðangurinn heppnaðist og gerðu vísindamenn fjölda uppgötvana með gögnunum sem IMAGE sendi til jarðar. Upphaflega átti leiðangurinn að standa yfir í tvö ár en hann var framlengdur. Samband tapaðist skyndilega við geimfarið í desember árið 2005. NASA taldi þá að eitthvað hefði hent orkuforða geimfarsins og það orðið óstarfhæft. Nú ætlar NASA að halda áfram að greina gögn frá geimfarinu og reyna að ná stjórn á því aftur. Tækni Vísindi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fleiri fréttir TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Sjá meira
IMAGE-gervitunglið sem bandaríska geimvísindastofnunina NASA missti samband við fyrir tólf árum er komið í leitirnar þökk sé áhugastjörnufræðingi í Kanada. Svo virðist sem að hluti af stýrikerfi geimfarsins sé enn í gangi. Scott Tilley, áhugastjörnufræðingur í Kanada, var að leita að ummerkjum um leynilegan leiðangur á vegum SpaceX-geimferðafyrirtækisins sem mistókst í janúar þegar hann rakst á merki frá óþekktu gervitungli. Tilley komst að því að merkið kæmi frá NASA-geimfari og leiddi líkum að því að þar væri IMAGE-geimfarið á ferðinni. Starfsmenn NASA könnuðu málið í kjölfarið og beindu neti útvarpssjónauka sinna að uppsprettu merkisins. Fundur geimfarsins var staðfestur í kjölfarið, að því er segir í frétt CNN. Ekki var nóg með það heldur kom í ljós að hluti af aðalstýrikerfinu var enn virkur. IMAGE var skotið á loft í mars árið 2000 með það að markmiði að rannsaka segulsvið jarðarinnar. Leiðangurinn heppnaðist og gerðu vísindamenn fjölda uppgötvana með gögnunum sem IMAGE sendi til jarðar. Upphaflega átti leiðangurinn að standa yfir í tvö ár en hann var framlengdur. Samband tapaðist skyndilega við geimfarið í desember árið 2005. NASA taldi þá að eitthvað hefði hent orkuforða geimfarsins og það orðið óstarfhæft. Nú ætlar NASA að halda áfram að greina gögn frá geimfarinu og reyna að ná stjórn á því aftur.
Tækni Vísindi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fleiri fréttir TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Sjá meira