Trump lýgur um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Donald Trump fór með rangt mál á Twitter í dag þar sem hann sagði aldrei fleiri hafa horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. Trump sagði 45,6 milljónir manna hafa horft á ræðu hans á þriðjudaginn og að Fox hefði verið með fleiri áhorfendur en aðrar sjónvarpsstöðvar. Allt þetta er rétt, fyrir utan það að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta. Það er fjarri lagi en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að eitthvað sem tengist honum sé stærst, fjölmennast, umfangsmest eða slíkt. „Takk fyrir allar indælu athugasemdirnar og dómana um stefnuræðuna. 45,6 milljónir manna horfðu, mesta áhorf frá upphafi. Fox vann allar aðrar sjónvarpsstöðvar, í fyrsta sinn frá upphafi, þar sem 11,7 milljónir horfðu. Ræðan var flutt frá hjartanu!“Thank you for all of the nice compliments and reviews on the State of the Union speech. 45.6 million people watched, the highest number in history. @FoxNews beat every other Network, for the first time ever, with 11.7 million people tuning in. Delivered from the heart! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 1, 2018 Fyrirtækið Nielsen, sem sér um að mæla áhorf, áætlar að 45,6 milljónir hafi horft á stefnuræðu Trump, eins og hann sjálfur hélt fram.Hins vegar kemur fram á sömu síðu að rúmlega 52 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Barack Obama og 48 milljónir á aðra ræðu hans. Þá horfðu tæplega 52 milljónir á aðra stefnuræðu George W. Bush og 62 milljónir á þriðju ræðuna hans. Tæplega 67 milljónir horfðu á fyrstu stefnuræðu Bill Clinton. 45,8 milljónir horfðu á aðra ræðu hans og 53 milljónir á þá þriðju. Mögulegt er að Trump hafi verið að horfa á Fox and Friends, eins og hann gerir oft, þegar hann tísti í dag. Þó um einn og hálfur tími hafi verið frá því þar mátti sjá hve margir hefðu horft endurspeglar tíst hans það sem fram kom þar.Wait. Left, Fox & Friends First, 5:36 am "Donald Trump reaching 45.6 M Americans in his first state of the union speech ... Fox News taking top spot for viewers during the address, beating every other network for the first time ever, w a total of 11.7 M." Right, Trump, 7:02 am pic.twitter.com/9rT1wKNF5E — Matthew Gertz (@MattGertz) February 1, 2018Samkvæmt frétt Vox sló ræða Trump þó í gegn á Twitter. Starfsmenn samfélagsmiðilsins segja að alls hafi notendur tíst um 4,5 milljón sinnum um ræðuna og tíst um stefnuræðu aldrei verið fleiri.These were the top Tweeted moments during @POTUS' #SOTU address. pic.twitter.com/jNgfGReTO7 — Twitter Government (@TwitterGov) January 31, 2018 Í ljósi þessa er vert að rifja upp það þegar Trump sendi þáverandi upplýsingafulltrúa sinn, Sean Spicer, á blaðamannafund og lét hann staðhæfa að „aldrei hefði fleiri mætt á innsetningarathöfn, PUNKTUR," en þegar Trump tók við embætti. Það var svo sannarlega ekki rétt og var þetta í fyrsta sinn sem Spicer ræddi við blaðamenn eftir embættistöku Trump. Politifact gaf þessari staðhæfingu Spicer lægstu mögulegu einkunn, sem nefnist „Pants on fire“.Áhorfsmestu þættir Bandaríkjanna, eða ekki Einnig er vert að rifja upp frétt Hollywood Reporter frá árinu 2015. Þá sagði Trump í sal fullum af sjónvarpsgagnrýnendum að raunveruleikaþættir hans Celebrity Apprentice væru með mesta áhorfið í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að það væri nú ekki rétt, áréttaði hann að þátturinn væri með mest áhorf á mánudagskvöldum. Það reyndist hins vegar ekki heldur rétt og var Trump bent á að þættirnir Mike and Molly fengju meira áhorf. „Þetta er eitthvað sem ég hafði heyrt,“ sagði Trump og ypti öxlum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira