Fjölnir komst í úrslitaviðureign Reykjavíkurmótsins með öruggum sigri á Leikni R í undanúrslitunum.
Ísak Óli Helgason kom Fjölni yfir snemma leiks og Hilmar Þór Hilmarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 36. mínútu. Fjölnir fór því með tveggja marka forystu í hálfleikinn.
Ægir Jarl Jónasson byrjaði seinni hálfleikinn af krafti fyrir Fjölni og bætti þriðja markinu við á 48. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti Ísak Óli Helgason við sínu öðru marki og fjórða marki Fjölnis og kláraði leikinn fyrir Fjölni.
Hans Viktor Guðmundsson setti rósina í hnappagatið með fimmta markinu á 66. mínútu og hörmungarkvöld Leiknis varð enn verra þegar Kristján Páll Jónsson fékk rautt spjald á 68. mínútu.
Fjölnir mætir annað hvort KR eða Fylki í úrslitunum, en seinni undanúrslitaviðureignin stendur nú yfir.
