Menntaborgin Reykjavík Skúli Helgason skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar