Átta bílar BMW í verðlaunasætum hjá Auto, Motor und Sport Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 09:18 BMW X5. Lesendur tímaritsins Auto, Motor und Sport kusu átta bíla frá BMW á meðal þeirra bestu á markaðnum samkvæmt könnun sem gerð var í janúar. Í könnuninni fengu BMW X5 og X1 fyrstu verðlaun (Best Car Award); X5 í flokki stærri fjölskyldubíla annað árið í röð og X1 í flokki minni sportjeppa. Fyrir utan þessi verðlaun fyrir 1. sæti fengu sex aðrir bílar frá BMW verðlaun. Þannig hlaut rafbíllinn i3 annað sætið í flokki smábíla, BMW 2 Series Coupé þriðja sæti í flokki lítilla fjölskyldubíla auk þess sem BMW 4 Series Gran Coupé, BMW i8 Coupé, BMW x3 og BMW 2 Series Active Tourer og Gran Tourer hlutu einnig þriðju verðlaun, hver í sínum flokki; sá síðasttaldi í flokki stationbíla. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Lesendur tímaritsins Auto, Motor und Sport kusu átta bíla frá BMW á meðal þeirra bestu á markaðnum samkvæmt könnun sem gerð var í janúar. Í könnuninni fengu BMW X5 og X1 fyrstu verðlaun (Best Car Award); X5 í flokki stærri fjölskyldubíla annað árið í röð og X1 í flokki minni sportjeppa. Fyrir utan þessi verðlaun fyrir 1. sæti fengu sex aðrir bílar frá BMW verðlaun. Þannig hlaut rafbíllinn i3 annað sætið í flokki smábíla, BMW 2 Series Coupé þriðja sæti í flokki lítilla fjölskyldubíla auk þess sem BMW 4 Series Gran Coupé, BMW i8 Coupé, BMW x3 og BMW 2 Series Active Tourer og Gran Tourer hlutu einnig þriðju verðlaun, hver í sínum flokki; sá síðasttaldi í flokki stationbíla.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent