Forseti Hæstaréttar vill sem minnst af Jóni Steinari vita Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 10:53 Dómarar við Hæstarétt Íslands láta sem Jón Steinar sé ekki til. Þorgeir situr lengst til vinstri á myndinni. vefur Hæstaréttar Íslands Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“ Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, hefur ekki séð ástæðu til að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, þrátt fyrir miklar annir við réttinn. Jón Steinar veltir því fyrir sér hvort persónuleg óvild ráði því að hann er ekki virtur viðlits? Dagskrá Hæstaréttar Íslands er þéttriðin á næstunni. Fyrir dómnum liggur fjöldi mála sem höfðu verið sett á dagskrá fyrir áramót, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu réttarins; það er áður en Landsréttur var skipaður. Landsréttur var settur á laggirnar meðal annars með það fyrir augum að minnka álag á hæstarétt. Lagaákvæði gera sérstaklega ráð fyrir þessum möguleika þegar dómarar sjá ekki út úr augum. Meginreglan um varadómara og um að leita skuli fyrst til fyrrverandi dómara er að finna í lögum um dómsstóla, nánar tiltekið í 1. mgr. 17. gr.Benedikt og Jón Steinar. Þrátt fyrir lagaákvæði sem kveða á um að vert sé að kalla fyrrverandi dómara til starfa leggur Hæstiréttur lykkju á leið sína þegar Jón Steinar er annars vegar.Auk þess eru ákvæði til bráðabirgðalaga aftast í lögunum, regla um að setja dómara í tilteknu máli, það er varadómari er kallaður til þess að sitja í ákveðnu máli en ekki til að sitja í tiltekinn tíma. Þetta er líklega eina tilvikið þar sem svo virðist mega líta á að ekki sé skylt að leita fyrst til fyrrverandi dómara, þó að sú lögskýring kunni að valda vafa.Allir raftar á flot dregnir nema JónÞannig hafa þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Eiríkur Tómasson öll fyrrverandi dómarar við réttinn verið fengin til starfa. Auk reyndar fjölda annarra sem hafa verið kölluð til að dæma í málum sem nú eru á dagskrá. Eitt nafn er þó hvergi að finna, nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem ef til vill má segja að sé æpandi fjarvera í ljósi þess sem áður er sagt. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Þorgeiri með það fyrir augum að inna hann eftir því hverju sæti; hvort væringar sem rekja má til gagnrýni Jóns Steinars á réttinn og svo mál hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari vegna meiðyrða? En, Þorgeir hefur verið vant við látinn og ekki svarað skilaboðum.Jón Steinar ekki virtur svarsJón Steinar segist, í samtali við Vísi, ekki vita hverju sæti. Hvorki af hverju ekki hefur verið til hans leitað né heldur hvort hann viti af hverju svo sé ekki? En, hann hefur reynt að grennslast fyrir um það en án árangurs. „Já, mér lék forvitni á að vita ástæðu þess að ekki hefur verið til mín leitað, þó að lögin geri sérstaklega ráð fyrir að leitað sé til fyrrverandi dómara. Sendi ég því forseta réttarins tölvupósta og spurðist fyrir um þetta og þá meðal annars hvort persónuleg óvild hans eða annarra í minn garð valdi. Hann hefur ekki virt mig svars.“
Dómstólar Tengdar fréttir Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Lögmannafélagið hafnar ósk um almennan fund um bókina Með lognið í fangið. 21. desember 2017 14:22
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30