Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:30 Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í dómsal nú í hádeginu. Vísir/Elín Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í dag. Lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi næstu þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Áfrýi Glitnir HoldCo niðurstöðunni verður lögbannið áfram í gildi þar til endanlegur dómur fellur í málinu. Öðrum kröfum Glitnis um afhendingu gagna var ýmist vísað frá eða hafnað. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem nú hefur verið aflétt. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir.Dóminn í heild má lesa hér. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í dag. Lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi næstu þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Áfrýi Glitnir HoldCo niðurstöðunni verður lögbannið áfram í gildi þar til endanlegur dómur fellur í málinu. Öðrum kröfum Glitnis um afhendingu gagna var ýmist vísað frá eða hafnað. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem nú hefur verið aflétt. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir.Dóminn í heild má lesa hér.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira