Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:22 Trump virðist kominn í opið stríð við FBI og dómsmálaráðuneytið vegna Rússarannsóknarinnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00