Tomma Tomm minnst með minningum um góða tíma og gamansögum Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 20:00 Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag. Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag.
Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15
Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30