Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 22:00 Trump er eindregið varaður við því að grípa til þeirra aðgerða sem Nixon greip til á sínum tíma. Vísir/Getty Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30