Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 15:00 Kyle Stephens er ein af fórnarlömbum Nassar sem sýndi mikið hugrekki með því að standa fyrir framan hann og segja frá. Vísir/Getty Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira
Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira