Líkist stundum nútíma þrælahaldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 19:30 Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira