Skotgrafarhernaður í Reykjavík Arnór Bragi Elvarsson skrifar 6. febrúar 2018 13:00 Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 1. febrúar birtist á Vísi pistill eftir formann ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem ég mátti til með að svara. Pistillinn nefnist „Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík“ þar sem höfundur virðist gera gys að umferðarslysi sem oddviti sjálfstæðismanna lenti í fyrir 12 árum síðan:„Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum.“ Að mínu mati er þetta merkileg byrjun á kosningabaráttu Samfylkingarinnar í borginni og hlýtur að telja kjósendum trú um að búast megi við hreinskiptum stjórnmálum í borginni. Batnandi mönnum er best að lifa, og þess vegna skal ég líka leyfa höfundi að njóta vafans um að þetta hafi mögulega ekki verið meining hans. Höfundur skrifar um stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í Reykjavík og meintan árangur í þeim efnum. Höfundur lofsamar verk núverandi meirihluta í Borginni með gífuryrðum og af fögnuði:„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. “ Umrædd uppbygging og fyrirætluð byggð kemur of seint, og ekki eins og lofað var. Fyrir tveimur árum lofaði Borgarstjóri að byggja þúsund íbúðir fyrir efnaminna fólk í Reykjavík. Ég þori að fullyrða að meginþorri ungs fólks hefur ekki ráð á að kaupa sér þriggja herbergja íbúð í Efstaleiti á tæpar 60 milljónir. Meirihlutinn hefur brugðist ungum kjósendum með innantómum loforðum, sem er fast í foreldrahúsum og á í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Höfundur greinir það þó ágætlega að minnihlutinn hafi átt í erfiðleikum með að gagnrýna stefnu meirihlutans í samgöngumálum á síðastliðnu kjörtímabili. Sjálfum þætti mér erfitt að gagnrýna stefnu sem virðist hálfkláruð. Af hverju hefur þjónusta Strætó ekki verið bætt þar til nú? Af hverju hefur meirihlutinn frestað því að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf vega, þvert á ráðleggingar sérfræðinga? Af hverju safnar meirihlutinn skuldum í borginni í miðju góðæri? Hvernig á Borgin að fjármagna skipulagsverkefni eins og Borgarlínu á raunhæfan hátt á meðan skólakerfið er fjársvelt? Hvernig ætlar meirihlutinn að stuðla að atvinnufrelsi ungra foreldra á meðan ekki fást leikskólapláss? Kjósendur krefjast svara við þessum spurningum og fleirum. En á sama tíma hefst kosningabaráttan á því að stjórnmálamenn leggi hvor öðrum orð í munn og hreyta í hvorn annan af virðingarleysi í stað þess að beina kröftum sínum að kjarna málsins: lífskjörum borgarbúa. Hernámi í Reykjavík lauk 1945, hvernig væri að segja skilið við skotgrafarhernað 2018?Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og áhugamaður um hreinskipt stjórnmál.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun