Óttast að Trump ljúgi að rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:05 Bandamenn og lögmenn Trump hafa varað hann við því að ræða við Mueller rannsakanda. Vísir/Getty Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25