Íslenskt fyrirtæki sér um áhrifavaldaherferð í Sádí-Arabíu um frelsi kvenna til að aka bíl Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 12:17 Nú er löglegt fyrir konur að aka bíl í Saudi Arabíu, en engu að síður er enn mikil íhaldssemi á meðal fólks, en herferðin á að vinna gegn henni. Nýsköpunarfyrirtækið Ghostlamp, sem tengir saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki hefur gert samning við auglýsingastofu Nissan í Mið-Austurlöndum. Á síðustu dögum hófst herferð á vegum Nissan til þess að vekja athygli á nýjum lögum sem taka gildi í Júní á þessu ári í Saudi Arabíu, en fyrir stuttu síðan voru ný lög samþykkt sem gefur konum í Saudi Arabíu leifi til að aka bifreið. „Við erum auðvitað mjög spennt og þakklát fyrir að fá að taka þátt í að vekja athygli á svona sögulegum atburði eins og þessum,” segir Jón Bragi Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp. „Jafnvel þótt konur megi löglega keyra seinna á þessu ári þá er enn mikil íhaldssemi meðal fólksins á svæðinu, en það er einmitt þessi íhaldssemi sem verið er að reyna að breyta. Margar konur í Saudi Arabíu eru óöruggar þegar kemur að því að sækja um bílprófið, aðallega vegna þess að „þetta hefur alltaf verið svona,“ en einnig vegna óvissu um hvernig aðrir fjölskyldumeðlimir muni bregðast við, skyldu þær byrja að keyra. Bæði erum við að glíma við vandamál kvenna að fá samþykki karlkyns fjölskyldumeðlima ásamt því að karlmenn þurfa að hafa áhyggjur af samþykki þjóðfélagsins um að verja „heiður“ fjölskyldunar fyrir því að konur innan hennar keyri bíl. Verkefnið til lengri tíma er því að gera það þjóðfélagslega samþykkt að konur keyri bíla.” Nissan hefur framleitt fallegt myndband þar sem nokkrar konur í Saudi Arabíu mæta í æfingaakstur, en það sem þær vita ekki er að ökukennarinn er fjölskyldumeðlimur sem þær héldu að væri mótfallinn því að þær fengju bílpróf. Ghostlamp er nú að virkja kvenkyns áhrifavalda í Saudi Arabíu og biðja þær um að deila myndbandinu og segja sína skoðun, hvort þær ætli eða ætli ekki að sækja um bílprófið og afhverju. Myndbandið frá Nissan má sjá hér fyrir neðan. Ghostlamp er íslenskt og hratt vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2014, er í dag með yfir 22 milljónir áhrifavalda á skrá um allan heim og starfssemi í Reykjavík, New York, Los Angeles, Helsinki, Stokkhólmi, Amsterdam, Varsjá, London og Dubai. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Nýsköpunarfyrirtækið Ghostlamp, sem tengir saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki hefur gert samning við auglýsingastofu Nissan í Mið-Austurlöndum. Á síðustu dögum hófst herferð á vegum Nissan til þess að vekja athygli á nýjum lögum sem taka gildi í Júní á þessu ári í Saudi Arabíu, en fyrir stuttu síðan voru ný lög samþykkt sem gefur konum í Saudi Arabíu leifi til að aka bifreið. „Við erum auðvitað mjög spennt og þakklát fyrir að fá að taka þátt í að vekja athygli á svona sögulegum atburði eins og þessum,” segir Jón Bragi Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp. „Jafnvel þótt konur megi löglega keyra seinna á þessu ári þá er enn mikil íhaldssemi meðal fólksins á svæðinu, en það er einmitt þessi íhaldssemi sem verið er að reyna að breyta. Margar konur í Saudi Arabíu eru óöruggar þegar kemur að því að sækja um bílprófið, aðallega vegna þess að „þetta hefur alltaf verið svona,“ en einnig vegna óvissu um hvernig aðrir fjölskyldumeðlimir muni bregðast við, skyldu þær byrja að keyra. Bæði erum við að glíma við vandamál kvenna að fá samþykki karlkyns fjölskyldumeðlima ásamt því að karlmenn þurfa að hafa áhyggjur af samþykki þjóðfélagsins um að verja „heiður“ fjölskyldunar fyrir því að konur innan hennar keyri bíl. Verkefnið til lengri tíma er því að gera það þjóðfélagslega samþykkt að konur keyri bíla.” Nissan hefur framleitt fallegt myndband þar sem nokkrar konur í Saudi Arabíu mæta í æfingaakstur, en það sem þær vita ekki er að ökukennarinn er fjölskyldumeðlimur sem þær héldu að væri mótfallinn því að þær fengju bílpróf. Ghostlamp er nú að virkja kvenkyns áhrifavalda í Saudi Arabíu og biðja þær um að deila myndbandinu og segja sína skoðun, hvort þær ætli eða ætli ekki að sækja um bílprófið og afhverju. Myndbandið frá Nissan má sjá hér fyrir neðan. Ghostlamp er íslenskt og hratt vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2014, er í dag með yfir 22 milljónir áhrifavalda á skrá um allan heim og starfssemi í Reykjavík, New York, Los Angeles, Helsinki, Stokkhólmi, Amsterdam, Varsjá, London og Dubai.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent