Njarðvík þarf að borga Ítölunum rúma milljón í uppeldisbætur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:47 Kristinn Pálsson vísir/ernir Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti