Fresta stefnuræðu Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53