Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 08:45 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í janúar. Vísir Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30