Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 13:12 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Mette Frederiksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins. Vísir/EPA/Getty Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“ Flóttamenn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“
Flóttamenn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira