35 Kínverjar fylgdust áhyggjufullir með rásandi jeppa á Suðurlandsvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2018 14:58 Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira