Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 20:08 Rob Porter ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Vísir/Getty Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira